LÍFSHLAUP

Hlín Agnarsdóttir

MENNTUN

2011  M.A. Almenn bókmenntafræði, Háskóli Íslands.
1988  Postgraduate leikstjórn, Drama Studio London.
1979  Fil.kand. Sviðslistafræði, Stokkhólmsháskóli.
1973  Stúdentspróf, máladeild, Menntaskólinn við Tjörnina.

SKRIF   

2020 Hilduleikur, skáldsaga gefin út af Ormstungu.
2016 Flóttamenn, leikrit, leiklesið á ensku í New York.
2012 Gestaboð Hallgerðar, leikrit sýnt á Sögusetrinu Hvolsvelli.
2012 Perfect, leikrit fyrir ungt fólk sýnt á vegum Þjóðleiks.
2010  Hallveig ehf, einleikur sýndur í Reykholtskirkju.
2009  Blómin frá Maó, skáldsaga gefin út af Ormstungu.
2007  Oníuppúr, ósýnt leikrit.
2007  Kammermúsík, ljóðahandrit.
2007  Fundarherbergið, leikrit sýnt hjá Stúdentaleikhúsi.
2004  Faðir vor, sett upp af Sokkabandinu í Iðnó.
2003  Að láta lífið rætast, sjálfsævisöguleg bók gefin út af Sölku, tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðibóka og bóka almenns efnis.
2001  Hátt uppi við Norðurbrún, skáldsaga gefin út af Sölku.
2001  Laufin í Skuggadal (Löven i Vallombrosa) eftir Lars Norén, þýðing úr sænsku fyrir Þjóðleikhúsið.
2000  Ástkonur Picassos, leikgerð upp úr leikriti Brians McAvera fyrir Þjóðleikhúsið.
1998  Svannasöngur, þriggja þátta sjónvarpsleikrit.
1997  Aðeins einn, þriggja þátta sjónvarpsleikrit. 
1997  Gallerí Njála, sett upp í Borgarleikhúsi.
1996  Eins konar sinnaskipti, ósýnt leikrit. 
1996  Konur skelfa, leikrit, sett upp í Borgarleikhúsi.
1994  Alheimsferðir, Erna, Listasumar á Akureyri. (Vann til fyrstu verðlauna í leikritasamkeppni á
vegum Landlæknisembættisins um alnæmi).
1994  Líflínan, útvarpsleikrit.
1992  Hræðileg hamingja (Fruktansvärd lycka) eftir Lars Norén, þýðing úr sænsku fyrir
Alþýðuleikhúsið.
1991  Bruni, útvarpsleikrit byggt á smásögu Ólafs Jóhanns Sigurðssonar.
1990  Besti vinur þjóðarinnar, 60 ára afmæli RÚV fyrir sjónvarp. Leikið sjónvarpsefni og sviðsetning á Stóra sviði Borgarleikhússins.
1989  Karlar óskast í kór, einleikur fyrir Menningar- og fræðslusamband alþýðu, sýnt á vinnustöðum í Reykjavík og nágrenni.
1987  In the Warehouse, leikgerð upp úr smásögu Joyce Carol Oates, sviðsverk sýnt í London.
1984  Láttu ekki deigan síga, Guðmundur, leikrit sýnt í Stúdentaleikhúsinu.

KENNSLA, LEIKSTJÓRN & SKAPANDI STÖRF

2010 - 2020   Kennsla í ritlist og ritfærni á B.A. og  M.A. stigi í  við Háskóla Íslands.   
2014 - 2019   Kennsla á Sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands.
2007 - 2016   Kennsla við Kvikmyndaskóla Íslands og ýmis námskeið við Endurmenntun Háskóla
Íslands.
2004 - 2008   Listrænn ráðgjafi og dramatúrg við Þjóðleikhúsið.
1992 - 2002   Leikstjórn og dramatúrg hjá Alþýðuleikhúsi,  Leikfélagi Akureyrar, Borgarleikhúsi,
Þjóðleikhúsi.
1994 - 1996   Stofnaði og rak Alheimsleikhúsið.
1994 - 1996   Ýmis leikstjórnarverkefni á vegum Kaffileikhússins.

ANNAÐ

2014 - 2018   Leiklistargagnrýnandi í Menningunni hjá Kastljósi RÚV.
2013 - 2016   Í stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta.
2010 - 2013   Í stjórn Bókmenntasjóðs.
2010 - 2013   Sérfræðingur í sviðslistum hjá Norræna menningarsjóðnum.
2002 - 2010   Fastur liðstjóri í útvarpsþættinum Orð skulu standa.
1997 - 2004   Fyrirlestra- og námskeiðhald í ýmsum fyrirtækjum  og stofnunum á vegum Rekspalar.
1995 - 1996   Umsjón með Höfundasmiðju Leikfélags Reykjavíkur.
1992 - 1994   Í stjórn Félags leikstjóra á Íslandi. 
1999 - 2004   Í stjórn Félags leikskálda og handritshöfunda.  
1985 - 1987   Fararstjóri í Grikklandi og á Ítalíu.

ÁHUGAMÁL

Auk brennandi áhuga á sviðslistum, bókmenntum, höfundastarfi og listum almennt, hef ég sérstakan áhuga á íslenskri náttúru og sögu, gönguferðum um óbyggðir, ferðalögum, arkitektúr, matargerð og dansleikfimi.