Upptekin í skóla
Hlín Agnarsdóttir Hlín Agnarsdóttir

Upptekin í skóla

Eitt af fyrstu orðunum sem ég lærði í grísku þegar ég vann sem leiðsögumaður í Aþenu fyrir tæpum fjörtíu árum var orðið ”aposkolimeni” sem þýðir að vera upptekin. Þetta var alveg nauðsynlegt orð fyrir unga konu úr Norðurhöfum sem alltaf var verið að bjóða í kaffi á ströndinni og þá oftast

Read More
 Ameríka er stór
Hlín Agnarsdóttir Hlín Agnarsdóttir

Ameríka er stór

Ameríka er stór, svo mikið er víst. Svo stór að ekki er hægt að hafa neitt annað orð yfir hana en einmitt það að hún er stór, risastór. Að minnsta kosti í samanburði við litla Ísland sem er eins og dvergur við hliðina. En við erum auðvitað best í öllu miðað við höfðatölu eins og alltaf var sagt hér áður fyrr þegar

Read More
 Óreiðan í tilverunni
Hlín Agnarsdóttir Hlín Agnarsdóttir

Óreiðan í tilverunni

Ég varð sjötug á árinu sem leið en ekki fékk ég neinn jeppa í sjötugsgjöf eins og mamma þegar hún varð sjötug. Nei, ég seldi skrjóðinn minn og fékk mér gönguskó fyrir andvirðið. Svokallaða Uppsalaskó. Satt best að segja var það ein af

Read More
 Nóbel í nánd
Hlín Agnarsdóttir Hlín Agnarsdóttir

Nóbel í nánd

Ekki fékk ég neina tilnefningu til bókmenntaverðlauna í ár frekar en í fyrra eða hitteðfyrra eða árið þar áður. Aumingja ég, kemst aldrei á blað hjá dómnefndum, verð aldrei þýdd á erlend tungumál, get ekki montað mig af neinum viðurkenningum á sívíinu mínu, ekkert sem vert er að nefna.

Read More
Afmælisdiktur
Hlín Agnarsdóttir Hlín Agnarsdóttir

Afmælisdiktur

Í dag hef ég lifað í sjötíu ár. Trúi því varla sjálf en verð víst að trúa því. Á þessum degi er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að lifa öll þessi ár við tiltölulega góða heilsu eða eins og ég sagði við gamla vinkonu: Í minni fjölskyldu er ekki mikið um arfgenga sjúkdóma - ja nema helst á geði.

Read More
Flugukona strákanna
Hlín Agnarsdóttir Hlín Agnarsdóttir

Flugukona strákanna

Ég var ekki á Lækjartorgi á kvennafrídaginn 1975 eins og allar aðrar ungar og róttækar konur. Ég var í Alþýðuhúsinu á Siglufirði að halda ræðu. Ég var rétt að verða 22ja ára, bjó í kommúnu og var í kommúnistasamtökum. Hluti af því starfi var að taka þátt í Rauðsokkahreyfingunni þar sem kjörorðið var „Kvennabarátta er stéttabarátta.“

Read More
Ástarfeimni
Hlín Agnarsdóttir Hlín Agnarsdóttir

Ástarfeimni

Ég er smákvíðin þessa dagana. Það er nefnilega að koma út bók eftir mig. Sú þriðja sem byggir á minningum mínum og í þetta sinn minningum um ástarsambönd sem ekki gengu upp, sem aldrei fengu að láta ljós sitt skína. Ég hef alltaf verið feimin við ástina, alltaf hrædd við að viðurkenna ástartilfinningar, að láta aðra sjá að ég væri ástfangin, ekki síst þann sem

Read More
Áhrifavaldur fellur frá
Hlín Agnarsdóttir Hlín Agnarsdóttir

Áhrifavaldur fellur frá

Best að viðurkenna það strax. Fáir rithöfundar hafa haft jafnmikil áhrif á mig og Guðbergur Bergsson. Ég var bara 14 ára þegar ég heyrði hann fyrst nefndan. Það voru jól og mamma og pabbi voru að lesa Ástir samlyndra hjóna sem þá var nýkomin út og hlógu upphátt. Hvílíkur titill á einni bók. Hvað var svona fyndið við þennan höfund? Ég varð að komast að því.

Read More
 Ég er ekki normal
Hlín Agnarsdóttir Hlín Agnarsdóttir

Ég er ekki normal

Ég hef alltaf verið upp á karlhöndina. Eða svo segja vinkonur mínar, þær segja að ég sé meira fyrir karlmenn en konur. Og það er alveg satt, ég hef alltaf verið veik fyrir karlmönnum og er það enn, þótt það sé ekki beint í tísku hjá konum á mínum aldri og með mína fortíð. En hvernig sem á því stendur verð ég að viðurkenna að ég er gagnkynhneigð kona.

Read More
 Grikklandsárin
Hlín Agnarsdóttir Hlín Agnarsdóttir

Grikklandsárin

Ég skrapp til Grikklands á dögunum. Hafði ekki komið þangað í heil átta ár. Ekkert land hefur haft jafnmikil áhrif á mig og Grikkland og ekki síst menning þess og tungumál. Ég átti því láni að fagna rúmlega þrítug að fá að starfa í tvö löng sumur sem fararstjóri í fallegum strandbæ utan við Aþenu og síðar meir bæði

Read More
Skreppitúrar
Hlín Agnarsdóttir Hlín Agnarsdóttir

Skreppitúrar

Ég hitti einu sinni danska konu og Íslandsvin, Mette Fanö, sem sagði að Íslendingar væru alltaf að skreppa eitthvert. Henni fannst þetta sagnorð að skreppa svo fyndið. Hún hafði orð á því eftir að ég sagðist ætla að „skreppa til London“ yfir eina helgi. Og já, það er mikið til í þessu, við erum alltaf að skreppa eitthvað eða skutlast yfir allan heiminn eins og það sé ekkert mál.

Read More
Dumbungur
Hlín Agnarsdóttir Hlín Agnarsdóttir

Dumbungur

Ég er komin i fjörðinn minn sem ég á auðvitað ekki neitt í en hann aftur móti mikið í mér. Fyrsta gönguferðin á fornum slóðum rifjar upp gamlar minningar þegar ég gerði lítinn hálf hringlaga hvamm að útileikhúsi eins og í Grikklandi til forna, lét börnin sitja í brekkunni á meðan ég dansaði ballett fyrir þau á balanum.

Read More
Dansmeistari á heimsmælikvarða
Hlín Agnarsdóttir Hlín Agnarsdóttir

Dansmeistari á heimsmælikvarða

Allar götur frá því ég var hjá enskum dansmeistara við Hverfisgötu hef ég hrifist af dansi, alls konar dansi, ekki bara klassískum ballett sem ég lærði í mörg ár og varð til þess að leið mín lá inn í leikhúsið síðar meir, heldur ekki síst því sem kallað er nútímadans. Margir kvarta yfir því að þeir skilji

Read More
Hreinsun
Hlín Agnarsdóttir Hlín Agnarsdóttir

Hreinsun

Um áramótin síðustu var ég beðin um að tala í fimm mínútur um hreinsun í Ríkisútvarpinu undir dagskrárliðnum Uppástand. Ég las textann inn á símann minn og sendi hann síðan frá mér. Og þar sem ég er alltaf að hreinsa til í lífi mínu, fann ég þennan texta í tölvunni rétt í þessu og leyfi honum að fljóta hér með öðrum hugleiðingum.

Read More
Óvenjulegur höfuðverkur
Hlín Agnarsdóttir Hlín Agnarsdóttir

Óvenjulegur höfuðverkur

Það hefur tekið á að flytja til annars lands og koma sér fyrir og þess vegna þarf ég stundum á slökun að halda. Hana fæ ég í faðmi kærastans þegar ég fer til hans í hvíldarinnlögn en hann býr í Hveragerðisfjarlægð frá mér. En ég fæ hana líka í faðmi náttúrunnar sem umlykur litla þorpið hans. Það er alltaf heilnæmt að hitta skóginn aftur, heilsa upp á vorið og finna ilminn af greninu. Heilnæmt fyrir sál og

Read More
 Samtíminn á leiksviðinu
Hlín Agnarsdóttir Hlín Agnarsdóttir

Samtíminn á leiksviðinu

Í dag eru nákvæmlega 2067 ár síðan Júlíus Sesar, einvaldur í Róm á sínum tíma, var veginn af nokkrum samsærismönnum í Pompejus leikhúsinu í nágrenni við Campo diei Fiori torgið í miðborginni. Einn besti vinur hans Brútus var þar í forvígi eins og allir vita, en lokaorð Sesars á dauðastundinni: Et tu, Brute (og þú líka Brútus) eru líklega þekktust af leikriti Shakespeares Júlíus Sesar.

Read More
 Fyrir alla muni
Hlín Agnarsdóttir Hlín Agnarsdóttir

Fyrir alla muni

Þegar mér líður illa og þá meina ég illa, einkum á sálinni, deyfi ég ekki sársaukann með lyfjum, hvorki læknadópi né eiturlyfjum, ekki einu sinni áfengi, hvað þá sígó, ekki mat eða sætindum. Hef aldrei verið sælgætisgrís eða goskerling. Nei, ég fer í heimilisbúðir og geng í leiðslu á milli fallegra

Read More
Skál, pabbi minn
Hlín Agnarsdóttir Hlín Agnarsdóttir

Skál, pabbi minn

Í dag er fæðingardagur föður míns. Margir minnast látinna foreldra sinna á samfélagsmiðlum í kringum fæðingardag þeirra og oftast eru þau skrif á einn veg. Flestir hafa átt gegnumgóða foreldra, ástríka og styðjandi og þeirra er sárt saknað.

Read More
Fley og fagrar árar
Hlín Agnarsdóttir Hlín Agnarsdóttir

Fley og fagrar árar

Ég seldi litlu 48 fermetra íbúðina mína í haust, sextán ára gamla bílinn og flutti úr landi. Eftir margra ára umhugsun komst ég að þeirri niðurstöðu að mér myndi vegna betur í þessu landi þar sem ég bý núna en því Íslandi sem ól mig.

Read More
Við búum öll á Brimhólum
Hlín Agnarsdóttir Hlín Agnarsdóttir

Við búum öll á Brimhólum

Það er mikið talað um snilld og meistaraverk þessa dagana í tengslum við jólabókaflóðið. Svo sem ekkert nýtt, þetta tal endurtekur sig á hverju ári í nóvember þegar umsagnir og dómar um nýjar bækur streyma inn í fjölmiðla og alls konar bloggsíður um bókmenntir samfélagsmiðlum. Flestir höfundar

Read More