Dagarnir gleypa okkur

Dagarnir gleypa okkur    

já bókstaflega háma okkur í sig

við erum svo góð á bragðið

fram eftir öllu

 

sumir þó illa farnir

eftir alla þessa daga

hálfónýtir eftir stanslausa

aðför skepnunnar

sem malar okkur í spað

hvert af öðru

dag eftir dag

 

nú neitar hann að hlýða

vinstri handleggurinn

orðinn þreyttur

á stanslausu áti daganna

 

lyppast niður

hálflamaður og dofinn

þýðir ekki

að beygja hann til hlýðni

fingurnir rata ekki á rétta stafi

eitthvað er að gefa sig

bila

kannski gleypir hann mig

dagurinn

hámar mig í sig

fellir mig

 

kannski er ég ver farin

en ég held

ræð ekki við skepnuna

ræð ekki við kvörnina

 

kannski

 

 

 

 

 

 

 

Previous
Previous

Útlagar og kanamellur

Next
Next

Turnarnir falla