Heimskautaverur
Hlín Agnarsdóttir Hlín Agnarsdóttir

Heimskautaverur

Alveg er það dæmigert á bíllausum degi að einmitt þá geti ég ekki án bíls verið. Blessuð gamla Yaris druslan min sem hefur þjónað mér á malbikinu og upp um fjöll og firnindi undanfarin sextán ár. Stundum höfum við báðar haldið að hún væri jeppi ekki síst eftir að hún druslaðist alla leið austur á Font á Langanesi.

Read More
Sorgardagar
Hlín Agnarsdóttir Hlín Agnarsdóttir

Sorgardagar

Á eftir gleðidögum koma sorgardagar. Gleðin getur ekki alltaf verið við völd. Ég verð að játa að ég hef verið sorgmædd að undanförnu yfir svo mörgu en aðallega yfir óhamingju annarra, ógæfu og dauða. Þorsteinn heitinn Gylfason heimspekingur skrifaði eitt sinn

Read More
 Ég var yfirhomminn
Hlín Agnarsdóttir Hlín Agnarsdóttir

Ég var yfirhomminn

Þegar Borgarleikhúsið setti upp bandaríska leikritið Englar í Ameríku eftir Tony Kushner árið 1993 var regnboginn ekki til á Íslandi og hinsegin umræðan ekki heldur. Leikritið var nýskrifað og Borgarleikhúsið var með fyrstu leikhúsum sem sýndi það utan Bandaríkjanna og ég var leikstjórinn.

Read More
 Forvitni
Hlín Agnarsdóttir Hlín Agnarsdóttir

Forvitni

Ég hef alltaf verið forvitin. Ekki um fólk endilega, jú, jú, líka um það en samt ekki um sænsku eða bresku konungsfjölskylduna. Hinsvegar er ég brjálæðislega forvitin um hvernig fólk hugsar og finnur til, hvernig það hagar sér og

Read More
Pestargemlingur
Hlín Agnarsdóttir Hlín Agnarsdóttir

Pestargemlingur

Nei, nei, ég er ekkert með kóvíd, sagði ég sigri hrósandi eftir að hafa tekið tvö hraðpróf og fengið neikvætt út úr báðum. Þetta er eitthvað annað, bara kvef eða venjuleg flensa. Svo er ég búin að fá kóvíd, upprunalega Alfa afbrigðið, mynda mótefni, fara í þrjár sprautur og er gasalega hraust, með góð lungu og

Read More
 Um þjóðlegheit
Hlín Agnarsdóttir Hlín Agnarsdóttir

Um þjóðlegheit

Ég er ekki sérlega þjóðrækin manneskja og ekki þjóðleg á nokkurn hátt, kann varla þjóðsönginn frekar en aðrir Íslendingar. Þegar ég var barn óttaðist ég beinlínis allar stofnanir sem byrjuðu á orðinu þjóð eins og þjóðminjasafn og þjóðleikhús og finnst orðið þjóðarhöll alveg hræðilega

Read More
Af óheppni
Hlín Agnarsdóttir Hlín Agnarsdóttir

Af óheppni

Ýmiss konar óheppni um ævina rifjaðist upp fyrir mér á dögunum þegar ég átti von á peningasendingu sem hvarf án skýringa. Vesalings stúlkan í afgreiðslu bankans tilkynnti mér eftir langa leit og samtöl við mennina bakvið tjöldin að hún gæti ekkert gert fyrir mig. Það sæist engin hreyfing á

Read More
Draumur flækingsins
Hlín Agnarsdóttir Hlín Agnarsdóttir

Draumur flækingsins

Alla ævi hef ég verið að leita að hinu fullkomna draumahúsi, ekki aðeins á Íslandi heldur út um allan heim. Um síðustu helgi svaf ég eins og prinsessa í lítilli höll rétt sunnan við Stokkhólm þar sem næturgalinn söng og talaði tungum í hallargarðinum og sagði dobre, dobre

Read More
 Þrotfræði
Hlín Agnarsdóttir Hlín Agnarsdóttir

Þrotfræði

Ég veit ekki hvaðan þetta orð þrotfræði er upprunnið en ég hef vinkonu mína grunaða um að hafa búið það til yfir alls konar fræði, fyrirlestra og námskeið sem gera sér mat úr engu nema sjálfsögðum hlutum eins og til dæmis að mæta á réttum tíma í vinnuna, á fundi eða stefnumót. Eða að læra að vinna undir álagi …

Read More
Ímyndunarveiki
Hlín Agnarsdóttir Hlín Agnarsdóttir

Ímyndunarveiki

Þegar ég var í menntaskóla fékk ég stundum kvilla sem ég kallaði saltsýki. Þessi kvilli lýsti sér í því að mér fannst fingur mínir þrútna óeðlilega mikið og ég öll vera undirlögð af innri þrýstingi sem ég kunni engin skil á. Ef mér leið illa í hausnum, ef eitthvað var að trufla mig var það saltsýkinni að kenna. Eina

Read More
 Peð á meðal Rússa
Hlín Agnarsdóttir Hlín Agnarsdóttir

Peð á meðal Rússa

Það fyrsta sem ég geri þegar ég vakna á morgnana er að kveikja á heiminum. Hnötturinn lýsist upp og ég sný honum einn hring eða svo. Stundum staðnæmist ég við eitthvert land sem ég hef heimsótt gegnum tíðina. Einu sinni ætlaði ég aldrei til Indlands, var orðin gegnsósa af fordómum um landið, óaði við

Read More
Útlagar og kanamellur
Hlín Agnarsdóttir Hlín Agnarsdóttir

Útlagar og kanamellur

Ég átti því einstaka láni að fagna að sjá yngsta og elsta leikrit íslenskra leikbókmennta um daginn hvort á eftir öðru. Byrjaði á Tyrfingi sem bauð mér persónulega á frumsýningu á stóra sviði Þjóðleikhússins á nýja verkinu sínu Sjö ævintýri um skömm.

Read More
 Dagarnir gleypa okkur
Hlín Agnarsdóttir Hlín Agnarsdóttir

Dagarnir gleypa okkur

Dagarnir gleypa okkur

já bókstaflega háma okkur í sig

við erum svo góð á bragðið

fram eftir öllu

Read More
Turnarnir falla
Hlín Agnarsdóttir Hlín Agnarsdóttir

Turnarnir falla

Fyrir tveimur nóttum dreymdi mig að ég hitti Halldór Laxness í útlöndum. Hann var þar ásamt Sigurði A. Magnússyni að hitta þriðja manninn sem var heimsfrægur rithöfundur. Þeir töluðu um manninn af mikilli virðingu og aðdáun en ég vissi ekki hver sá var eða hvað hann hét …

Read More
Um lestrarveislur
Anna Rakel Anna Rakel

Um lestrarveislur

,,Engin lestrarveisla“ sagði grísk-sænski rithöfundurinn Theodor Kallifatidis í sænska bókmenntaþættinum Babel þegar hann var spurður um álit sitt á Abdularazak Gurnah sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum á dögunum.

Read More
Sænska næðið
Anna Rakel Anna Rakel

Sænska næðið

Það er ekki laust við að ég finni fyrir nettum kvíða þessa dagana, æ, þið vitið hauströkkrið yfir mér og allt það. En ástæðan er önnur, ég er á leiðinni heim til Íslands til að taka þátt í Jólabókaflóðinu. Annað árið í röð og í þetta sinn með sannsögu sem hefur tekið á mig að skrifa …

Read More
Meyjan talar út
Anna Rakel Anna Rakel

Meyjan talar út

Fyrir tuttugu árum kom fyrsta skáldsagan mín út. Hún hét Hátt uppi við Norðurbrún og fjallaði um þerripíuna Öddu Ísabellu sem tók fólk í meðferð heima hjá sér uppi í rúmi. Hún var pía sem þerraði tár. Orðið var afbökun á orðinu þerapía …

Read More
 Brjóst og blygðun
Anna Rakel Anna Rakel

Brjóst og blygðun

Þegar Rauðsokkahreyfingin kom fyrst fram í Danmörku skömmu fyrir 1970 fóru konur í mótmælagöngu á götum Kaupmannahafnar brjóstahaldaralausar undir mussunum og brenndu síðan brjóstahaldarana á báli. Í þeirra augum var brjóstahaldarinn eitt helsta merki um kúgun kvenna, óþægilegt undirfat sem hafði þróast …

Read More
Utangarðs í listinni
Anna Rakel Anna Rakel

Utangarðs í listinni

Ein er sú tilfinning sem ég hef aldrei almennilega unnið bug á og hún fjallar um listina og það að vera listamaður. Alveg frá því ég reyndi fyrst við listagyðjuna fannst mér ég vera utangarðs, ekki mega koma inn, ekki vera hluti af þeim heimi sem listamenn höfðu tileinkað sér. Frá því ég var barn langaði mig þó alltaf mest til að …

Read More
Mynd af Þjóðleikhúsinu
Anna Rakel Anna Rakel

Mynd af Þjóðleikhúsinu

Þegar ég var 10 ára var ég send í vist vestur á Þingeyri við Dýrafjörð til að passa sex börn. Það elsta var einu ári yngra en ég, það yngsta var 2ja ára. Og ég átti líka að vera ráðskona, sjóða þverskorna ýsu oní mannskapinn í hádeginu og kartöflur. Hjónin sem ég dvaldi hjá voru harðduglegir Vestfirðingar, konan vann í frystihúsinu …

Read More